Allt fyrir grillarann

Ný tækni til að grilla

Char-Broil er þekkt fyrir nýsköpun og kynnir til sögunnar Char-Broil TRU-Infrared í Evrópu. Þessi einstaka hönnun kemur ekki einungis í veg fyrir eldtungur og er sparneytnari á gas, heldur skilar frá sér safaríkum kolagrillskeim í grillmatinn. Char-Broil TRU-Infrared tapar mun minni varma en önnur gasgrill – meira að segja í kulda og gefur nákvæma hitastýringu sem hentar bæði fyrir hægeldun og steikingu.

Sjóðheitar

Uppskriftir

  • Grillaður lax

    marineraður í appelsínusafa og kaldpressaðri repjuolíu

    Grillaður lax

    Hráefni

    Roðlaust laxaflak, 800–1000 g
    3 dl appelsínusafi (eða hafþyrniberjasafa)
    3 dl kaldpressuð repjuolía Salt og sykur

    Eldun

    Kryddaðu laxinn með salti og sykri og geymdu í kæli í a.m.k. tvær klst. Skolaðu laxinn með köldu vatni og þerraðu með pappír. Kveiktu undir grillinu á hæsta hita og eldaðu á beinum hita. Penslaðu laxinn með olíu og settu hann á grillið. Steiktu laxinn í 10–15 sek. á hvorri hlið. Taktu flakið af og settu á fat. Helltu appelsínusafa og olíu yfir. Marineraðu laxinn í a.m.k. fjórar klst., helst yfir nótt, svo hann taki bragðið vel í sig. Berðu laxinn fram sem forrétt með salati eða með öðrum smáréttum.