Grillskólinn

Char-Broil

Esja Gæðafæði Víking brugghús

Í Rekstrarlandi er rekinn Char-Broil grillskóli. Það er kvöldnámskeið haldið af okkar helsta Char-Broil sérfræðingi sem jafnframt er lærður matreiðslumaður. Námskeiðin eru á fimmtudagskvöldum í maí og júní og til að taka þátt þarf að senda inn fyrirspurn hér á síðunni. Aðalsmerki Char-Broil grillanna er Tru-Infrared hitajöfnunarstýringin sem tryggir jafna og safaríka steikingu. Á námskeiðinu leiðir grillmeistari okkar þig í allan sannleik um aðferðafræði til að ná fullkominni og safaríkri steikingu án þess að brenna steikina og án þess að maturinn þorni. Grillnámskeiðin eru sniðin fyrir 15 til 30 manns, standa í u.þ.b. tvo klukkutíma og hafa notið mikilla vinsælda t.d. hjá vinnustaðahópum enda eru allir alltaf glaðir á góðri grillstund. Notað er hágæðahráefni frá Esju gæðafæði og Víking býður upp á bjórpörun með grillinu. Námskeiðið er haldið þegar nægilegur fjöldi er skráður. Allir sem mæta á námskeið geta keypt grill og gaskút á sérstöku námskeiðstilboði sem og grilláhöld.

Það sem þú lærir:

 • Grunnaðferðir
 • Að krydda og nota kryddlög
 • Að grilla; allt um grillhitastig, grilltíma og góðar grillumgengnisvenjur
 • Hvaða meðlæti passar með hverju
 • Að gera fljótlega grillsósu – sem gerir allan mat betri

Og auðvitað færðu uppskriftir með þér heim.

Rekstrarland áskilur sér rétt til að fella niður eða fresta námskeiði ef ekki næst næg þátttaka.

 

Allt fyrir grillarann

Ný tækni til að grilla

Char-Broil er þekkt fyrir nýsköpun og kynnir til sögunnar Char-Broil TRU-Infrared í Evrópu. Þessi einstaka hönnun kemur ekki einungis í veg fyrir eldtungur og er sparneytnari á gas, heldur skilar frá sér safaríkum kolagrillskeim í grillmatinn. Char-Broil TRU-Infrared tapar mun minni varma en önnur gasgrill – meira að segja í kulda og gefur nákvæma hitastýringu sem hentar bæði fyrir hægeldun og steikingu.

Sjóðheitar

Uppskriftir

 • Gourmet sælkerapylsa

  2x 4mín, fjöldi x 4

  Gourmet sælkerapylsa

  Hráefni:

  3 góðar grillpylsur
  3 gróf pylsubrauð, t.d. heimagerð
  2 msk. Gróft sinnep
  Sultaður rauðlaukur:
  1 rauðlaukur
  ½ dl hvítvínsedik
  2 msk. Sykur

  Eldun

  Byrjaðu á sultaða rauðlauknum. Afhýddu laukinn og skerðu í þunnar sneiðar. Settu lauk, edik og sykur í lítinn pott og láttu krauma í 6-7 mín þar til vökvinn er að mestu horfinn. Settu laukinn í skál og láttu kólna
  Kveiktu undir grillinu og eldaðu á beinum hita. Settu pylsurnar á grillið og steiktu þar til það eru kominn góð för í þær. Leggðu þær til hliðar. Ristaðu brauðin á grillinu og gættu að því að þau brenni ekki. Skerðu brauðin og settu pylsurnar í þau ásamt lauk og sinnepi