Sjóðheitar

Uppskriftir

  • Heimalöguð BBQ sósa

    Heimalöguð BBQ sósa

    Í þessum þætti má finna uppskrift af heimalagaðri bbq sósu, svínarifjum, kjúklingavængjum og svínasíðu og svo frábærum eftirrétt með Lindu buffi, kókosbollum og ávöxtum! Skoðið uppskriftina að sósunni hér fyrir neðan:

    1 klst. fjöldi x 4

    Heimalöguð BBQ sósa

    Hráefni:

    2 fersk chili rauð
    ½ paprika rauð
    ½ paprika græn
    ½ hvítlaukur
    1 rauðlaukur
    Smá olía
    1 lítill bjór
    1 msk worcestershire sósa
    60 ml eplaedik
    1 msk birkisalt/ hafsalt
    1 tsk piparblanda
    500g hakkaðir tómatar
    130g púðursykur
    Safi úr ½ ferskri sítrónu
    Rifinn börkur af ½ ferskri sítrónu

    Eldun

    Allt soðið rólega í um 1 klst. Sett í matvinnsluvél og maukað. Sett aftur í pottinn og soðin í þá þykkt sem óskað er eftir. Smakkið til með birkisalti, svörtum pipar, sítrónusafa og púðursykri.

    Fyrir vængi bætið þá við 1 stk ferskum chili grænum, 1 stk ferskum chili rauðum, 2 tsk fjallasalti og hafsalti

    Saxið mikið aðeins í olíu og blandið síðan saman við BBQ sósu

     

     

    Hlusta á grillvarpið
  • Gourmet sælkerapylsa

    2x 4mín fjöldi x 4

    Gourmet sælkerapylsa

    Hráefni:

    3 góðar grillpylsur
    3 gróf pylsubrauð, t.d. heimagerð
    2 msk. Gróft sinnep
    Sultaður rauðlaukur:
    1 rauðlaukur
    ½ dl hvítvínsedik
    2 msk. Sykur

    Eldun

    Byrjaðu á sultaða rauðlauknum. Afhýddu laukinn og skerðu í þunnar sneiðar. Settu lauk, edik og sykur í lítinn pott og láttu krauma í 6-7 mín þar til vökvinn er að mestu horfinn. Settu laukinn í skál og láttu kólna
    Kveiktu undir grillinu og eldaðu á beinum hita. Settu pylsurnar á grillið og steiktu þar til það eru kominn góð för í þær. Leggðu þær til hliðar. Ristaðu brauðin á grillinu og gættu að því að þau brenni ekki. Skerðu brauðin og settu pylsurnar í þau ásamt lauk og sinnepi

     

     

  • Þurrkrydduð kóteletta

    2x 6 mín fjöldi x 4

    Þurrkrydduð kóteletta

    Hráefni:

    2 stórar svínakótelettur, u.þ.b. 350 gr hvor
    Vænn hnefi af kryddblöndu:
    • Sítrónubörkur
    • Steinselja
    • Rósmarín
    • Laukduft
    • Salt og pipar
    Repjuolía

    Eldun:

    Nuddaðu kryddinu vel í kjötið svo það taki í sig bragð -  hvíldu kjötið í kæli í a.m.k tvær klst
    Hitaðu grillið: kjötið á að elda á háum, beinum hita
    Penslaðu örlítilli olíu á grindina svo kjötið festist ekki
    Settu kóteletturnar á grillið og eldaðu í 4-6 mín á hvorri hlið (fer eftir stærð)
    Taktu kjötið af grillinu og láttu það hvíla í 4-5 mín áður en það er borði fram

     

     

  • Grillaður lax

    Grillaður lax

    marineraður í appelsínusafa og kaldpressaðri repjuolíu

    Grillaður lax

    Hráefni

    Roðlaust laxaflak, 800–1000 g
    3 dl appelsínusafi (eða hafþyrniberjasafa)
    3 dl kaldpressuð repjuolía Salt og sykur

    Eldun

    Kryddaðu laxinn með salti og sykri og geymdu í kæli í a.m.k. tvær klst. Skolaðu laxinn með köldu vatni og þerraðu með pappír. Kveiktu undir grillinu á hæsta hita og eldaðu á beinum hita. Penslaðu laxinn með olíu og settu hann á grillið. Steiktu laxinn í 10–15 sek. á hvorri hlið. Taktu flakið af og settu á fat. Helltu appelsínusafa og olíu yfir. Marineraðu laxinn í a.m.k. fjórar klst., helst yfir nótt, svo hann taki bragðið vel í sig. Berðu laxinn fram sem forrétt með salati eða með öðrum smáréttum.